Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:37 Maðurinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi. Athugasemdir hafa verið gerðar á hendur fleiri læknum hjá HSS. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.
Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31