Við ræðum við fólk í Grindavík sem var í miklu návígi við skjálftana sem og fólk á höfuðborgarsvæðinu sem einnig fann fyrir jörðinni hristast. Rætt verður við helstu sérfræðingana um eðli skjálftahrinunnar en líka við börnin sem sum hver þurftu að vera undir borði í meira en klukkutíma vegna hrinunnar.
Í kvöldfréttatímanum verðum við í beinni frá Grindavík og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum og hópstjóra hjá náttúruvárvöktun Veðurstofunnar svo fátt eitt sé nefnt.
Að loknum kvöldfréttatíma verðum við líka með sérstakan fréttaauka sem verður helgaður skjálftahrinunni.
Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um rannsóknina á morðinu í Rauðagerði og segjum frá lögreglurannsókn sem hafin er á störfum læknis sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.