Forstjóri heilsugæslunnar biðst afsökunar á töfum við greiningu leghálssýna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 21:16 Óskar Reykdalsson segist harma þær áhyggjur sem seinkunin á greiningum hefur valdið. Mynd/Stöð 2 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, biður allar þær konur sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þeirrar seinkunar sem hefur orðið á greiningu leghálssýna eftir að heilsugæslan tók við skimuninni af Krabbameinsfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Rannsóknarstofan á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn tilkynnti í dag að búið væri að greina nær öll sýni sem tekin voru í desember síðastliðnum og biðu langan tíma í kössum hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Óskar segist gera ráð fyrir því að eftir tvær vikur verði búið að vinna upp öll þau sýni sem hafa verið á bið. Nær þetta væntanlega einnig til sýna sem voru tekin í janúar og fram til þessa dags. „Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konunum er gerð grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar, og örfá til viðbótar fara í póst næstu daga. Við munum svo á næstu dögum setja okkur í samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda. Öll þessi svör verða sett á www.island.is fyrir helgi,“ segir Óskar í tilkynningunni. „Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr.“ Óskar segir leghálsskimunina öfluga forvörn og bendir á að hægt sé að panta tíma með því að fara inn á heilsuvera.is eða hringja í næstu heilsugæslu. „Við biðjum alla þá sem hafa haft af þessu óþægindi afsökunar.“ Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45 Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16 Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Rannsóknarstofan á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn tilkynnti í dag að búið væri að greina nær öll sýni sem tekin voru í desember síðastliðnum og biðu langan tíma í kössum hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Óskar segist gera ráð fyrir því að eftir tvær vikur verði búið að vinna upp öll þau sýni sem hafa verið á bið. Nær þetta væntanlega einnig til sýna sem voru tekin í janúar og fram til þessa dags. „Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konunum er gerð grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar, og örfá til viðbótar fara í póst næstu daga. Við munum svo á næstu dögum setja okkur í samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda. Öll þessi svör verða sett á www.island.is fyrir helgi,“ segir Óskar í tilkynningunni. „Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr.“ Óskar segir leghálsskimunina öfluga forvörn og bendir á að hægt sé að panta tíma með því að fara inn á heilsuvera.is eða hringja í næstu heilsugæslu. „Við biðjum alla þá sem hafa haft af þessu óþægindi afsökunar.“
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45 Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16 Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45
Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16
Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30