Enski boltinn

Rán í Brighton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benteke skoraði sigurmarkið í kvöld. Það var af dýrari gerðinni.
Benteke skoraði sigurmarkið í kvöld. Það var af dýrari gerðinni. Frank Augstein/Getty

Crystal Palace vann 2-1 sigur á Brighton í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Jean-Philippe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins er hann kom Palace yfir á 28. mínútu eftir undirbúning Jordan Ayew.

Þetta var fyrsta skot Palace á markið í leiknum en Mateta er tólfti leikmaðurinn sem skorar fyrir Palace á leiktíðinni.

Gestirnir frá London leiddu í hálfleik en Joel Veltman jafnaði metin á tíundu mínútu síðari hálfleiks.

Heimamenn sóttu og sóttu og áttu meðal annars 25 skot gegn tveimur skotum Palace, allt þangað til á 95. mínútu.

Þriðja skot Palace var frábær afgreiðsla Christian Benteke eftir fyrirgjöf Androws Townsend í stöng og inn. 2-1 sigur Palace sem fékk meðal annars ekkert horn í leiknum gegn þrettán hornum Brighton.

Brighton er í sextánda sætinu með 26 stig, fjórum stigum frá fallsæti, en Palace er í þrettánda sætinu með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×