Dag vantar bara tvö mörk til að verða fyrstur í hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Dagur Arnarsson fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína á móti FH um helgina. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira