Er málaskráin þín á facebook? Sara Pálsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Stjórnsýsla Sara Pálsdóttir Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar