Er málaskráin þín á facebook? Sara Pálsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Stjórnsýsla Sara Pálsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun