Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, falið stjórnarþingmönnunum Kolbeini Óttarssyni Proppé, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Páli Magnússyni að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins,“ líkt og það er orðað í tilkynningu ráðuneytisins frá því í gær. Hópurinn hefur til 31. mars til að skila tillögum sínum.
„Menntamálaráherra felur þremur stjórnarþingmönnum að athuga hvort endurskilgreina þurfi hlutverk RÚV, öryggishlutverk og og fjármögnun. Í leiðinni vill ráðherra fá tillögur að breytingum til að “sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.”
Þremenningarnir fá rúman mánuð til verksins og til að tryggja að það gangi vel fyrir sig eru engir stjórnarandstöðuþingmenn hafðir með í ráðum,“ skrifar Hanna Katrín á Facebook, um leið og hún deilir frétt vegna málsins.