Blóðugur dagur í Mjanmar Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. febrúar 2021 15:25 Dagurinn í dag er sagður einn sá blóðugasti til þessa en mótmæli hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í landinu. EPA/KAUNG ZAW HEIN Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur. Mjanmar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira
Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur.
Mjanmar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira