Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn í hvorum bíl og var annar ökumannanna fluttur með talsvert mikla áverka á slysadeild. Tilkynning um slysið barst um klukkan 11:40.
Annar bíllinn mun hafa hafnað út af veginum. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og er viðbúið að það muni taka einhvern tíma til viðbótar að hreinsa brak af veginum.
Slysið varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Brautarholtsvegar.
Fréttin hefur verið uppfærð.