Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:00 Sigurbjörn Árni segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við krabbameinið. Hann ætli að halda sér jákvæðum í gegnum ferlið. Facebook Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“ Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“
Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira