Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 21:26 Prinsessan Sheikha Latifa árið 2018, skömmu áður en hún reyndi að flýja frá Dubai öðru sinni. Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. Þetta kom fram í skilaboðum sem hún sendi til vina sinna, sem síðan deildu þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Vinirnir fóru að hafa áhyggjur eftir að skilaboðin hættu að berast og leituðu því til fjölmiðla. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur farið fram á það að Sameinuðu arabísku furstadæmin sanni það að prinsessan sé enn á lífi. Engar sannanir hafa borist þrátt fyrir yfirlýsinguna sem fjölskyldan sendi frá sér. Engar myndir fylgdu með henni og engar upplýsingar sem gátu sagt til um hvort Latifa væri enn á lífi, en hún flúði í mars árið 2018 eftir að hafa skipulagt flótta í sjö ár. „Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um Sheikha Latifa viljum við þakka þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum af velferð hennar, þrátt fyrir það að umfjöllunin endurspegli ekki raunverulegar aðstæður hennar,“ sagði í yfirlýsingunni. Kenneth Roth, yfirmaður hjá Human Rights Watch, segir yfirlýsingu fjölskyldunnar yfirvarp og að hún sé ekki trúanleg fyrr en Latifa sjálf fái frelsi til að tjá sig og þar með sanna að hún sé á lífi. Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Leiðtogi Dúbaí er talinn bera ábyrgð á því að tveimur dætrum hans var rænt og þeim snúið heim með valdi í máli sem brottflúin eiginkona hans höfðaði gegn honum á Bretlandi. 5. mars 2020 16:57 Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Haya prinsessa er sögð fela sig í London þar sem hún óttist um líf sitt. 3. júlí 2019 10:43 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Þetta kom fram í skilaboðum sem hún sendi til vina sinna, sem síðan deildu þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Vinirnir fóru að hafa áhyggjur eftir að skilaboðin hættu að berast og leituðu því til fjölmiðla. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur farið fram á það að Sameinuðu arabísku furstadæmin sanni það að prinsessan sé enn á lífi. Engar sannanir hafa borist þrátt fyrir yfirlýsinguna sem fjölskyldan sendi frá sér. Engar myndir fylgdu með henni og engar upplýsingar sem gátu sagt til um hvort Latifa væri enn á lífi, en hún flúði í mars árið 2018 eftir að hafa skipulagt flótta í sjö ár. „Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um Sheikha Latifa viljum við þakka þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum af velferð hennar, þrátt fyrir það að umfjöllunin endurspegli ekki raunverulegar aðstæður hennar,“ sagði í yfirlýsingunni. Kenneth Roth, yfirmaður hjá Human Rights Watch, segir yfirlýsingu fjölskyldunnar yfirvarp og að hún sé ekki trúanleg fyrr en Latifa sjálf fái frelsi til að tjá sig og þar með sanna að hún sé á lífi.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Leiðtogi Dúbaí er talinn bera ábyrgð á því að tveimur dætrum hans var rænt og þeim snúið heim með valdi í máli sem brottflúin eiginkona hans höfðaði gegn honum á Bretlandi. 5. mars 2020 16:57 Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Haya prinsessa er sögð fela sig í London þar sem hún óttist um líf sitt. 3. júlí 2019 10:43 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Leiðtogi Dúbaí er talinn bera ábyrgð á því að tveimur dætrum hans var rænt og þeim snúið heim með valdi í máli sem brottflúin eiginkona hans höfðaði gegn honum á Bretlandi. 5. mars 2020 16:57
Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Haya prinsessa er sögð fela sig í London þar sem hún óttist um líf sitt. 3. júlí 2019 10:43
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent