Segir lendingu jeppans mikið afrek Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2021 19:31 Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“ Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“
Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20