Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 18:46 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda gagnrýnir drónaeftirlit Fiskistofu. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segir drónaeftirlitið hafa komið upp um fjölda mála þar sem ólöglegt brottkast virðist vera í gagni. Vísir Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að eftir að byrjað var að nota dróna markvisst við eftirlit með veiðum í janúar á þessu ári hafi fjöldi mála, þar sem rannsakað er hvort ólöglegt brottkast hafi átt sér stað, margfaldast milli ára. Meðal þess sem hafi sést sé ólöglegt brottkast á ýsu og stórum þorski. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir hvernig eftirlitinu er háttað. „Við bara hvetjum bara menn til að gera alls ekki svona hluti. Við erum að ganga um sameiginlega auðlind þjóðarinnar og það á að ganga snyrtilega um hana og þetta er ekki hluti af því. Við gagnrýnum hins vegar hvernig þetta eftirlit með drónum hefur verið framkvæmt. Við teljum ekki ekki nóg að setja frétt í blöðin um að það eigi að fara að stunda drónaeftirlit með fiskveiðum. Mér hefði til dæmis þótt eðlilegt að Fiskistofa hefði tilkynnt að Reykjanessvæði yrði vaktað áður en hún hóf drónaeftirlit þar á árinu. Við viljum bara að farið sé að lögum í þessum efnum og teljum að það sé ekki gert með núverandi vinnubrögðum,“ segir Arthur. Telur ólöglegt að láta ekki vita fyrirfram af eftirliti Aðspurður um hvort ekki megi bera saman aðferðina við hraðaeftirlit lögreglu þar sem ökumenn vita ekki allta fyrirfram hvar og hvenær eftirlit fer fram, svarar Arthur: „Þetta er mjög skýrt í lögum og ef ef lögregla er að hraðamæla án þess að vera sýnileg þá er hún ekki að fara að lögum,“ segir Arthur. Telur skorta á eftirlit með brottkasti á stórum fiskiskipum Hann telur eðilegast að hafa fyrirfram fælingarmátt með eftirlitinu. Þá telur hann að Fiskistofa hafi ekki gætt jafnræðis við eftirlitið. „Eitt sem við höfum bent á er að menn velti fyrir sér hvað Fiskistofa á mörg myndbönd af stórum fiskiskipum við brottkast. Smábátaflotinn veiðir um 16% af botnfisksaflanum við Ísland en öll myndböndin sem þeir eru með eru af litlum bátum nálægt ströndum í góðu veðri, Hvernig væri nú að fara stunda alvöru eftirlit með 84% flotans?,“ spyr Arthur. Aðspurður um hvort hann telji að það sé meira brottkast á stórum skipum svarar Arthur. „Ég held að það sé stundað brottkast á mjög mörgum skipum en hversu mikið það er , vitum við ekki. Það hefur ekkert verið hægt að mæla það,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki væri hægt að nota dróna við slíkt eftirlit svo hægt sé að komast að því segir Arthur: „Jú gerum það og höfum þá jafnræði með eftirlitinu. Tilkynntu þá á viðkomandi svæðum að það verði eftirlit,“ segir Arthur. Landssambandið ætli að senda erindi vegna drónaeftirlits Fiskistofu til persónuverndar. Okkar skylda er að hafa eftirlit með veiðum Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segist þekkja þessa gagnrýni. „Mönnum finnst við fylgjast óþægilega mikið með þeim. En þeir verða að gera sér grein fyrir því að þetta er eftirlitsskyld starfsemi og okkur ber að hafa eftirlit með þeim. Þá höfum við verið hvött til að gefa út hvar við ætlum að fljúga en við erum búin að vera að kynna eftirlitið víða, það hefur verið auglýst og er á vef Fiskistofu. Þetta tæki er eins og hvert annað eftirlitstæki. Þá bendi ég á að drónarnir eru ekki á upptöku fyrr en menn sjá að verið er að kasta afla fyrir borð. Þá fyrst er sett á upptöku,“ segir Elín. Hún segir að starfsfólk sé að þjálfa sig í að nota drónanna og næsta skref sé að nota þá við eftirlit á stærri skipum sem séu lengra út á hafi. „Við förum ekki langt frá landi eins og er en stefnum á að hafa eftirlit með stærri skipum. Við þurfum meiri þjálfun til að gera það,“ segir Elín. Persónuvernd kannar hvort hún eigi að kanna málið Persónuvernd tilkynnti á vef sínum í gær að hún ætli að skoða hvort tilefni sé til að kanna drónaeftirlit Fiskistofu. Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að eftir að byrjað var að nota dróna markvisst við eftirlit með veiðum í janúar á þessu ári hafi fjöldi mála, þar sem rannsakað er hvort ólöglegt brottkast hafi átt sér stað, margfaldast milli ára. Meðal þess sem hafi sést sé ólöglegt brottkast á ýsu og stórum þorski. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir hvernig eftirlitinu er háttað. „Við bara hvetjum bara menn til að gera alls ekki svona hluti. Við erum að ganga um sameiginlega auðlind þjóðarinnar og það á að ganga snyrtilega um hana og þetta er ekki hluti af því. Við gagnrýnum hins vegar hvernig þetta eftirlit með drónum hefur verið framkvæmt. Við teljum ekki ekki nóg að setja frétt í blöðin um að það eigi að fara að stunda drónaeftirlit með fiskveiðum. Mér hefði til dæmis þótt eðlilegt að Fiskistofa hefði tilkynnt að Reykjanessvæði yrði vaktað áður en hún hóf drónaeftirlit þar á árinu. Við viljum bara að farið sé að lögum í þessum efnum og teljum að það sé ekki gert með núverandi vinnubrögðum,“ segir Arthur. Telur ólöglegt að láta ekki vita fyrirfram af eftirliti Aðspurður um hvort ekki megi bera saman aðferðina við hraðaeftirlit lögreglu þar sem ökumenn vita ekki allta fyrirfram hvar og hvenær eftirlit fer fram, svarar Arthur: „Þetta er mjög skýrt í lögum og ef ef lögregla er að hraðamæla án þess að vera sýnileg þá er hún ekki að fara að lögum,“ segir Arthur. Telur skorta á eftirlit með brottkasti á stórum fiskiskipum Hann telur eðilegast að hafa fyrirfram fælingarmátt með eftirlitinu. Þá telur hann að Fiskistofa hafi ekki gætt jafnræðis við eftirlitið. „Eitt sem við höfum bent á er að menn velti fyrir sér hvað Fiskistofa á mörg myndbönd af stórum fiskiskipum við brottkast. Smábátaflotinn veiðir um 16% af botnfisksaflanum við Ísland en öll myndböndin sem þeir eru með eru af litlum bátum nálægt ströndum í góðu veðri, Hvernig væri nú að fara stunda alvöru eftirlit með 84% flotans?,“ spyr Arthur. Aðspurður um hvort hann telji að það sé meira brottkast á stórum skipum svarar Arthur. „Ég held að það sé stundað brottkast á mjög mörgum skipum en hversu mikið það er , vitum við ekki. Það hefur ekkert verið hægt að mæla það,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki væri hægt að nota dróna við slíkt eftirlit svo hægt sé að komast að því segir Arthur: „Jú gerum það og höfum þá jafnræði með eftirlitinu. Tilkynntu þá á viðkomandi svæðum að það verði eftirlit,“ segir Arthur. Landssambandið ætli að senda erindi vegna drónaeftirlits Fiskistofu til persónuverndar. Okkar skylda er að hafa eftirlit með veiðum Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segist þekkja þessa gagnrýni. „Mönnum finnst við fylgjast óþægilega mikið með þeim. En þeir verða að gera sér grein fyrir því að þetta er eftirlitsskyld starfsemi og okkur ber að hafa eftirlit með þeim. Þá höfum við verið hvött til að gefa út hvar við ætlum að fljúga en við erum búin að vera að kynna eftirlitið víða, það hefur verið auglýst og er á vef Fiskistofu. Þetta tæki er eins og hvert annað eftirlitstæki. Þá bendi ég á að drónarnir eru ekki á upptöku fyrr en menn sjá að verið er að kasta afla fyrir borð. Þá fyrst er sett á upptöku,“ segir Elín. Hún segir að starfsfólk sé að þjálfa sig í að nota drónanna og næsta skref sé að nota þá við eftirlit á stærri skipum sem séu lengra út á hafi. „Við förum ekki langt frá landi eins og er en stefnum á að hafa eftirlit með stærri skipum. Við þurfum meiri þjálfun til að gera það,“ segir Elín. Persónuvernd kannar hvort hún eigi að kanna málið Persónuvernd tilkynnti á vef sínum í gær að hún ætli að skoða hvort tilefni sé til að kanna drónaeftirlit Fiskistofu.
Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira