„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:06 FKA Twigs á Brit-verðlaunum í febrúar í fyrra. Getty/Jim Dyson Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína. Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína.
Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36