Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2021 20:14 Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins óttast uppgang skipulagðra erlendra glæpahópa á Íslandi og telur lögregluna ekki í stakk búna til að bregðast við vexti þeirra. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag.
Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40