Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 18:52 Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“ Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“
Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira