Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 15:55 Aðeins tók klukkustund að bólusetja 400 manna hópinn í gær. Vísir/Vilhelm Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. „Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“ Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“
Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent