Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér kasta spjótinu á Ólympíuleikinum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Getty/Shaun Botterill Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. „Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
„Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira