Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér kasta spjótinu á Ólympíuleikinum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Getty/Shaun Botterill Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. „Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira
„Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira