Handbolti

Aron Pálmars­son og Ís­lendingarnir í Mag­deburg með stór­leiki í öruggum sigrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti enn einn frábæra leikinn með Barcelona.
Aron átti enn einn frábæra leikinn með Barcelona. Christof Koepsel/Getty Images

Aron Pálmarsson fór mikinn er Barcelona vann hans gömlu félaga í Veszprém í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 37-30. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu alls sextán mörk í stórsigri Magdeburg gegn Besiktas í Evrópudeildinni, lokatölur 41-22.

Aron átti eins og áður sagði flottan leik í því sem var á endanum öruggur sigur en staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Börsungar hafa hins vegar verið óstöðvandi það sem af er tímabili og unnið alla leiki sína. Það kom því ekki á óvart er þeir tóku öll völd á vellinum í kvöld og unnu sjö marka sigur, lokatölur 37-30.

Aron skoraði sex mörk í liði Börsunga. Aðeins Aleix Gómez Abelló skoraði fleiri mörk en Aron í liði Börsunga en hann skoraði tíu talsins.

Barcelona trónir sem fyrr á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir tíu leiki. Er liðið með sjö stiga forystu á Veszprém sem er í öðru sæti.

Í Evrópudeildinni fór Magdeburg mikinn í Tyrklandi en liðið vann 19 marka sigur á Besiktes, lokatölur 41-22. Ómar Ingi skoraði tíu mörk og var markahæstur í þýska liðinu. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk í leiknum. Magdeburg er á toppi C-riðils með 10 stig að loknum sex leikjum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk í kvöld.vísir/eyþór

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk í góðum sigri Rhein-Neckar Löwen sem vann sex marka útisigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu, lokatölur 35-29. Löwen er á toppi D-riðils með 11 stig að loknum sex leikjum.

Þá skoraði Aron Dagur Pálsson eitt mark er sænska liðið Alingsås tapaði með fimma mörkum á útivelli gegn króatíska liðinu Nexe. Alingsås er í 5. sæti C-riðils með fjögur stig.


Tengdar fréttir

Mörk Sig­valda skiptu sköpum gegn Porto

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk í tveggja marka sigri Kielce gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur leiksins 32-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×