Mótmæltu brottvísun Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 17:10 Ívar Pétur Kjartansson, vinur Uhunoma, ávarpar hópinn. Vísir/vilhelm Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05