Mótmæltu brottvísun Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 17:10 Ívar Pétur Kjartansson, vinur Uhunoma, ávarpar hópinn. Vísir/vilhelm Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05