Notar höndina sem brotnaði mun meira Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 16:00 Valgarð Reinhardsson náði sögulegum árangri á EM í Glasgow 2018. Getty/Dan Istitene Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri. Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan. Fimleikar Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira
Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira