Notar höndina sem brotnaði mun meira Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 16:00 Valgarð Reinhardsson náði sögulegum árangri á EM í Glasgow 2018. Getty/Dan Istitene Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri. Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira