Stöðva ættleiðingar frá erlendum ríkjum Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 23:17 Ráðherrann Sander Dekker (t.h.) segir yfirvöld bera ríka ábyrgð í málinu og að þau hafi átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir ofbeldið sem einkenndi margar ættleiðingar. Getty/Jeroen Meuwsen Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals. „Alþjóðlegar ættleiðingar einblína einn á foreldra sem eru að leita að börnum, en það ætti í raun að vera öfugt,“ segir Boerma. Hollenska ríkisstjórnin hefur beðist afsökunar og sagði ráðherrann Sander Dekker að yfirvöld hefðu brugðist með því að hundsa ofbeldistilfelli í áraraðir. „Ríkisstjórnin gerði ekki það sem er ætlast af henni og hefði átt að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir ofbeldi, og það er erfið staðreynd.“ Holland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals. „Alþjóðlegar ættleiðingar einblína einn á foreldra sem eru að leita að börnum, en það ætti í raun að vera öfugt,“ segir Boerma. Hollenska ríkisstjórnin hefur beðist afsökunar og sagði ráðherrann Sander Dekker að yfirvöld hefðu brugðist með því að hundsa ofbeldistilfelli í áraraðir. „Ríkisstjórnin gerði ekki það sem er ætlast af henni og hefði átt að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir ofbeldi, og það er erfið staðreynd.“
Holland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira