Líkaminn byrjaður að hafna handleggjum Guðmundar: „Ekkert til að hafa áhyggjur af“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 13:44 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Líkami Guðmundar Felix Grétarssonar er byrjaður að hafna höndum sem voru ágræddar á hann. Höfnunin er algeng og sætir hann nú lyfjameðverð vegna þessa. Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“ Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58
„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14