RÚV mun sýna úrslitamót EM karla og kvenna í knattspyrnu Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 17:42 Undankeppni EM karla í knattspyrnu verður þó eingöngu sýnd á streymisveitunni Viaplay. Vísir/vilhelm RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni (EM) karla í knattspyrnu árin 2024 og 2028. Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi en ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Áður hafði RÚV tryggt sér sýningarréttinn á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á Englandi sumarið 2022 þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur tryggt sér sæti. Er það í fjórða skipti sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. 24 lið komast á lokamót EM karla, annað hvort úr riðlakeppni EM eða umspili Þjóðadeildar UEFA og hafa þjóðir því tvö tækifæri til að komast á EM að þessu sinni. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM í sumar en töpuðu naumlega fyrir Ungverjalandi í umspili um laust sæti. U21-landslið karla hefur hins vegar í annað sinn tryggt sér sæti í lokakeppni EM sem hefst í mars og verður sýnd á RÚV. „Þetta er ánægjuleg niðurstaða, að þessir stóru og mikilvægu íþróttaviðburðir á heimsvísu verði aðgengilegir öllum hér á landi. Það er eitt af hlutverkum Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íþróttir og sinna stórviðburðum á borð við úrslitamót EM karla og kvenna í knattspyrnu,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í tilkynningu. Fyrr í vikunni var greint frá því að streymisveitan Viaplay hafi tryggt sér sýningarétt á undankeppni EM karla í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Sá samningur nær ekki til úrslitamóts EM karla í knattspyrnu. Fótbolti KSÍ Ríkisútvarpið Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Áður hafði RÚV tryggt sér sýningarréttinn á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á Englandi sumarið 2022 þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur tryggt sér sæti. Er það í fjórða skipti sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. 24 lið komast á lokamót EM karla, annað hvort úr riðlakeppni EM eða umspili Þjóðadeildar UEFA og hafa þjóðir því tvö tækifæri til að komast á EM að þessu sinni. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM í sumar en töpuðu naumlega fyrir Ungverjalandi í umspili um laust sæti. U21-landslið karla hefur hins vegar í annað sinn tryggt sér sæti í lokakeppni EM sem hefst í mars og verður sýnd á RÚV. „Þetta er ánægjuleg niðurstaða, að þessir stóru og mikilvægu íþróttaviðburðir á heimsvísu verði aðgengilegir öllum hér á landi. Það er eitt af hlutverkum Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íþróttir og sinna stórviðburðum á borð við úrslitamót EM karla og kvenna í knattspyrnu,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í tilkynningu. Fyrr í vikunni var greint frá því að streymisveitan Viaplay hafi tryggt sér sýningarétt á undankeppni EM karla í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Sá samningur nær ekki til úrslitamóts EM karla í knattspyrnu.
Fótbolti KSÍ Ríkisútvarpið Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira