Ekki sammála góðum vini sínum en skilur af hverju hann var svona grautfúll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 15:30 Kristinn Björgúlfsson og Bjarni Fritzson eru núverandi og fyrrverandi þjálfari ÍR-liðsins. S2 Sport Seinni bylgjan fór yfir dómana tvo sem þjálfari ÍR-inga var svo ofboðslega ósáttur með. Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira