„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:00 Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog. vísir/Egill Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“ Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“
Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira