Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:55 Marjorie Taylor Greene sést hér yfirgefa skrifstofu sína í þinghúsinu í gær. Getty/Tasos Katopodis Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans. Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans.
Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira