Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem eldri maðurinn var gripinn með tvö kíló af kókaíni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan. Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira