Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem eldri maðurinn var gripinn með tvö kíló af kókaíni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan. Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira