Langamma veit best Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. febrúar 2021 10:09 Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Alþingi Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun