Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 14:50 Frá mótmælum í Moskvu í gær. AP/Alexander Zemlianichenko Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. Vísa þeir sömuleiðis til þess að Navalní hafi brotið af sér á skilorði vegna meiðyrðamáls sem höfðað var gegn honum fyrir ummæli um gamlan rússneskan hermann. Þetta kemur fram í frétt Moscow Times um yfirlýsingu saksóknara. Þar að auki var hafin rannsókn gegn Navalní í desember vegna meintra fjársvika þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér milljónir úr andspillingarsamtökum sínum. Navalní gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi vegna þess máls. Navalní og bandamenn hans segja öll þrjú málin vera til sprottin af pólitískum rótum. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Réttarhöldin yfir Navalní vegna skilorðsbundna dómsins hefjast á morgun. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Varðandi gamla hermanninn, þá kallaði Navalní hann og nokkra aðra aðila svikara, svo eitthvað sé nefnt. Hermaðurinn, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og hinir tóku þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Samanlagt gæti Navalní varið allt að átján og hálfu ári í fangelsi vegna þessara þriggja mála. Undanfarnar tvær helgar hafa umfangsmikil mótmæli farið fram vegna handtöku Navalnís víðsvegar um Rússland. Rúmlega fimm þúsund manns eru sögð hafa verið handtekin vegna mótmæla í gær. Eftirlitsamtök segja að mótmælendur hafi verið barðir af lögreglu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Boðað hefur verið til nýrra mótmæla á morgun, þegar réttarhöldin hefjast. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Vísa þeir sömuleiðis til þess að Navalní hafi brotið af sér á skilorði vegna meiðyrðamáls sem höfðað var gegn honum fyrir ummæli um gamlan rússneskan hermann. Þetta kemur fram í frétt Moscow Times um yfirlýsingu saksóknara. Þar að auki var hafin rannsókn gegn Navalní í desember vegna meintra fjársvika þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér milljónir úr andspillingarsamtökum sínum. Navalní gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi vegna þess máls. Navalní og bandamenn hans segja öll þrjú málin vera til sprottin af pólitískum rótum. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Réttarhöldin yfir Navalní vegna skilorðsbundna dómsins hefjast á morgun. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Varðandi gamla hermanninn, þá kallaði Navalní hann og nokkra aðra aðila svikara, svo eitthvað sé nefnt. Hermaðurinn, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og hinir tóku þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Samanlagt gæti Navalní varið allt að átján og hálfu ári í fangelsi vegna þessara þriggja mála. Undanfarnar tvær helgar hafa umfangsmikil mótmæli farið fram vegna handtöku Navalnís víðsvegar um Rússland. Rúmlega fimm þúsund manns eru sögð hafa verið handtekin vegna mótmæla í gær. Eftirlitsamtök segja að mótmælendur hafi verið barðir af lögreglu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Boðað hefur verið til nýrra mótmæla á morgun, þegar réttarhöldin hefjast.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32
Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30