BBC fjallar um örar breytingar á Skaftafellsjökli Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 11:49 Þrívíddarlíkan sýnir hvernig Skálafellsjökull, sem er austan við Skaftafellsjökul, hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Háskólinn í Dundee/Kieran Baxter Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag. Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee. Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee.
Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira