Að lifa og deyja með reisn - svargrein Hrefna Guðmundsdóttir, Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoultre og Steinar Harðarson skrifa 1. febrúar 2021 10:00 Þann 30. janúar sl. birtist grein á visir.is sem ber heitið Að lifa og deyja með reisn. Greinina rita 5 læknar og hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir. Markmiðið með þessari svargrein er að leiðrétta rangfærslur svo að málefnaleg og upplýst umræða geti orðið í íslensku samfélagi, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Í fyrsta lagi notum við ekki lengur hugtakið „líknardráp“ nema greinarhöfundar og aðrir yfirlýstir andstæðingar enda þykir orðið gildishlaðið og afar neikvætt. Að nota líknardráp sem þýðingu á orðinu „euthanasia“, eins og greinarhöfundar gera, er eins langt frá merkingu orðsins og mögulegt er. Orðið „euthanasia“, kemur úr grísku og þýðir „mildur eða góður dauðdagi“. Hugtakanotkun hefur breyst og dánaraðstoð er milt, lýsandi og hlutlaust hugtak sem er einnig notað í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Í öðru lagi halda greinarhöfundar fram að „margt heilbrigðisstarfsfólk“ hafi verið mótfallið hugmyndum um dánaraðstoð. Fyrst má benda á að dánaraðstoð er ekki einkamál heilbrigðisstarfsfólks, síður en svo. Auk þess er það svo að engar nýlegar upplýsingar liggja fyrir um afstöðu íslenskra heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar. Niðurstaða könnunar 2010 sýndi að 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga þótti dánaraðstoð réttlætanleg. Nú er rúmur áratugur liðinn frá þessari könnun og afstaða lækna og hjúkrunarfræðinga úti í heimi hefur breyst mjög hratt á síðustu 10-20 árum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það sama sé upp á teningnum hér á landi. Á vorþingi 2021 mun hópur þingmanna af þessari ástæðu leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmd skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í þriðja lagi er hvergi farið fram á að sjúklingur "hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig" eins og greinarhöfundar fullyrða. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að setja skyldur á aðra manneskju til að veita dánaraðstoð. Í fjórða lagi er það óskhyggja, þó að vissulega hafi verið miklar framfarir í líknar- og lífslokameðferð, að halda að slík meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft snýst þetta um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra eða óásættanlegra lífsgæða. Á Íslandi líkt og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar, óbærilegar kvalir. Í Hollandi eru 85% þeirra sem biðja um dánaraðstoð sjúklingar sem eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og eru að upplifa það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri á að endurheimta mannlega reisn. Við í Lífsvirðingu teljum þar að auki að líknarmeðferð og dánaraðstoð séu ekki aðskilin heldur eigi að fara hönd í hönd. Í fimmta lagi segja greinarhöfundar að þegar andlát er yfirvofandi sé markmiðið alltaf „að lina þjáningar en ekki að stytta líf.“ Ástralski læknirinn og heimspekingurinn Dr. Thomas Riisfeldt heldur því reyndar fram í Journal of Medical Ethics að ekki sé hægt að sanna að ópíóðar, sem eru notaðir á lokastigi líknarmeðferðar, flýti ekki fyrir andláti sjúklings. Aldrei hafi verið gerðar stýrðar slembirannsóknir á samanburði á þessum lyfjum og lyfleysu enda myndu slíkar rannsóknir brjóta gegn siðareglum. Það væri í meira lagi siðlaust að gefa einstakling sem er sárkvalinn eða með einkenni sem erfitt er að stjórna lyfleysu (sykurtöflu). Í sjötta lagi segja greinarhöfundar að hafi ekki verið „mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi.“ Það kemur ekki á óvart að sjúklingar í íslensku heilbrigðiskerfi hafi ekki óskað eftir því að læknir endi líf þeirra enda er slíkt bannað með lögum. Ef þannig ósk hefur komið fram hefur henni verið sinnt án þess það sé gert opinbert, enda lögbrot miðað við núverandi lög. Í sjöunda lagi halda greinarhöfundar því fram að umræðan um dánaraðstoð sé „afar skammt á veg komin á Íslandi“ og komi „fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu.“ Reyndar er það svo að töluverð umræða hefur farið fram undanfarið, m.a. á Alþingi og meðal almennings, og ekki aðeins að frumkvæði hagsmunasamtaka eins Lífsvirðingar. Níu þingmenn með Bryndísi Haraldsdóttur í fararbroddi lögðu fram skýrslubeiðni árið 2019 þar sem þess var óskað að heilbrigðisráðherra flytti skýrslu um dánaraðstoð. Umrædd skýrslan var birt sl. haust. Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar, m.a. í öldrunargeiranum og af Siðmennt, auk þess sem málefnið hefur endurtekið verið rætt á Læknadögum. Almenningur hefur einnig ítrekað tjáð sig um afstöðu sína til dánaraðstoðar. Siðmennt kannaði sem dæmi afstöðu almennings til dánaraðstoðar árið 2015 og þar sögðust 75% svarenda fylgjandi dánaraðstoð á meðan aðeins 7% sögðust frekar eða mjög andvígir. Lífsvirðing fékk Maskínu, sem er óháð rannsóknafyrirtæki, til að framkvæma könnun árið 2019 og þá hafði stuðningur almennings aukist í 77.7%. Við í Lífsvirðingu tökum heilshugar undir með greinarhöfundum að umræða þurfi að eiga sér stað í samfélaginu enda er eitt af markmiðum félagsins okkar að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við höfum aldrei haldið fram að umræðan ætti eingöngu að byggjast á lögfræðilegri nálgun, eins og greinarhöfundar gefa í skyn. Þvert á móti teljum við mikilvægt að ræða dánaraðstoð frá öllum hliðum, læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lögfræðilegum. Þörf er á faglegri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um þetta mikilvæga mál. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar og óbærilegar kvalir þar sem engin ásættanleg lausn er í boði. Lögin hér á Íslandi hafa ekki aðlagast í takti við þróunina í heiminum. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þann 30. janúar sl. birtist grein á visir.is sem ber heitið Að lifa og deyja með reisn. Greinina rita 5 læknar og hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir. Markmiðið með þessari svargrein er að leiðrétta rangfærslur svo að málefnaleg og upplýst umræða geti orðið í íslensku samfélagi, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Í fyrsta lagi notum við ekki lengur hugtakið „líknardráp“ nema greinarhöfundar og aðrir yfirlýstir andstæðingar enda þykir orðið gildishlaðið og afar neikvætt. Að nota líknardráp sem þýðingu á orðinu „euthanasia“, eins og greinarhöfundar gera, er eins langt frá merkingu orðsins og mögulegt er. Orðið „euthanasia“, kemur úr grísku og þýðir „mildur eða góður dauðdagi“. Hugtakanotkun hefur breyst og dánaraðstoð er milt, lýsandi og hlutlaust hugtak sem er einnig notað í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Í öðru lagi halda greinarhöfundar fram að „margt heilbrigðisstarfsfólk“ hafi verið mótfallið hugmyndum um dánaraðstoð. Fyrst má benda á að dánaraðstoð er ekki einkamál heilbrigðisstarfsfólks, síður en svo. Auk þess er það svo að engar nýlegar upplýsingar liggja fyrir um afstöðu íslenskra heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar. Niðurstaða könnunar 2010 sýndi að 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga þótti dánaraðstoð réttlætanleg. Nú er rúmur áratugur liðinn frá þessari könnun og afstaða lækna og hjúkrunarfræðinga úti í heimi hefur breyst mjög hratt á síðustu 10-20 árum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það sama sé upp á teningnum hér á landi. Á vorþingi 2021 mun hópur þingmanna af þessari ástæðu leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmd skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í þriðja lagi er hvergi farið fram á að sjúklingur "hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig" eins og greinarhöfundar fullyrða. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að setja skyldur á aðra manneskju til að veita dánaraðstoð. Í fjórða lagi er það óskhyggja, þó að vissulega hafi verið miklar framfarir í líknar- og lífslokameðferð, að halda að slík meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft snýst þetta um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra eða óásættanlegra lífsgæða. Á Íslandi líkt og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar, óbærilegar kvalir. Í Hollandi eru 85% þeirra sem biðja um dánaraðstoð sjúklingar sem eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og eru að upplifa það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri á að endurheimta mannlega reisn. Við í Lífsvirðingu teljum þar að auki að líknarmeðferð og dánaraðstoð séu ekki aðskilin heldur eigi að fara hönd í hönd. Í fimmta lagi segja greinarhöfundar að þegar andlát er yfirvofandi sé markmiðið alltaf „að lina þjáningar en ekki að stytta líf.“ Ástralski læknirinn og heimspekingurinn Dr. Thomas Riisfeldt heldur því reyndar fram í Journal of Medical Ethics að ekki sé hægt að sanna að ópíóðar, sem eru notaðir á lokastigi líknarmeðferðar, flýti ekki fyrir andláti sjúklings. Aldrei hafi verið gerðar stýrðar slembirannsóknir á samanburði á þessum lyfjum og lyfleysu enda myndu slíkar rannsóknir brjóta gegn siðareglum. Það væri í meira lagi siðlaust að gefa einstakling sem er sárkvalinn eða með einkenni sem erfitt er að stjórna lyfleysu (sykurtöflu). Í sjötta lagi segja greinarhöfundar að hafi ekki verið „mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi.“ Það kemur ekki á óvart að sjúklingar í íslensku heilbrigðiskerfi hafi ekki óskað eftir því að læknir endi líf þeirra enda er slíkt bannað með lögum. Ef þannig ósk hefur komið fram hefur henni verið sinnt án þess það sé gert opinbert, enda lögbrot miðað við núverandi lög. Í sjöunda lagi halda greinarhöfundar því fram að umræðan um dánaraðstoð sé „afar skammt á veg komin á Íslandi“ og komi „fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu.“ Reyndar er það svo að töluverð umræða hefur farið fram undanfarið, m.a. á Alþingi og meðal almennings, og ekki aðeins að frumkvæði hagsmunasamtaka eins Lífsvirðingar. Níu þingmenn með Bryndísi Haraldsdóttur í fararbroddi lögðu fram skýrslubeiðni árið 2019 þar sem þess var óskað að heilbrigðisráðherra flytti skýrslu um dánaraðstoð. Umrædd skýrslan var birt sl. haust. Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar, m.a. í öldrunargeiranum og af Siðmennt, auk þess sem málefnið hefur endurtekið verið rætt á Læknadögum. Almenningur hefur einnig ítrekað tjáð sig um afstöðu sína til dánaraðstoðar. Siðmennt kannaði sem dæmi afstöðu almennings til dánaraðstoðar árið 2015 og þar sögðust 75% svarenda fylgjandi dánaraðstoð á meðan aðeins 7% sögðust frekar eða mjög andvígir. Lífsvirðing fékk Maskínu, sem er óháð rannsóknafyrirtæki, til að framkvæma könnun árið 2019 og þá hafði stuðningur almennings aukist í 77.7%. Við í Lífsvirðingu tökum heilshugar undir með greinarhöfundum að umræða þurfi að eiga sér stað í samfélaginu enda er eitt af markmiðum félagsins okkar að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við höfum aldrei haldið fram að umræðan ætti eingöngu að byggjast á lögfræðilegri nálgun, eins og greinarhöfundar gefa í skyn. Þvert á móti teljum við mikilvægt að ræða dánaraðstoð frá öllum hliðum, læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lögfræðilegum. Þörf er á faglegri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um þetta mikilvæga mál. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður ómeðhöndlanlegar og óbærilegar kvalir þar sem engin ásættanleg lausn er í boði. Lögin hér á Íslandi hafa ekki aðlagast í takti við þróunina í heiminum. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun