Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:44 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hefur þurft að loka starfsemi sinni í um 16 vikur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Aðsend/Rán Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda