Enski boltinn

Stað­festa fram­lengingu Jóhanns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg hefur gert vel hjá Burnley og er nú samningsbundinn til ársins 2023.
Jóhann Berg hefur gert vel hjá Burnley og er nú samningsbundinn til ársins 2023. Visionhaus/Getty

Burnley staðfesti í dag á heimasíðu sinni að Jóhann Berg Guðmundsson hafi framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið.

Félagið staðfestir að nýr samningur Jóhanns gildir nú til júní 2023 en núverandi samningur hans átti að renna út í sumar.

Ásamt Jóhanni hafa þeir Matt Lowton og Kevin Long framlengt samning sinn um tvö ár en vinstri bakvörðurinn Erik Pieters um eitt ár.

Jóhann Berg hefur leikið með Burnley frá 2016 en félagið keypti hann frá Charlton Athletic. Hann hefur leikið rúmlega 120 leiki fyrir Burnley og skorað sjö mörk.

Burnley mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×