Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:00 Tveimur skotum var skotið í bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Bíllinn er í vörslu lögreglu á meðan málið er til rannsóknar. Vísir/Sigurjón Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57