Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2021 12:06 Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum eru ýmsar heimildir sóttvarnayfirvalda styrktar og hugtök skýrð nánar. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09