Stúdentar þurfa að flytja með mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 23:16 Íbúar á Vetrargörðum sem þurfa að flytja vegna framkvæmdanna fá mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu í nýju húsnæði. Vísir Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna. „Einhverjir munu fá boð í dýrari einingar og munu íbúar greiða uppsetta leigu í þeim íbúðum sem þau fá úthlutað. Ekki verður veittur leiguafsláttur vegna flutninga eða framkvæmda,“ segir í pósti sem FS sendi á íbúa Vetrargarða um klukkan fimm í dag. Gunndís Eva Baldursdóttir, sagnfræðinemi og meðlimur í stjórn Vöku – Hagsmunafélags stúdenta, segir það skjóta skökku við að stúdentar þurfi að greiða hærri leigu vegna tilflutnings á vegum Félagsstofnunar. Það fari á mis við leigusamning FS, þar sem fram kemur að leigusamningur sé bindandi fyrir báða aðila út þann tíma sem hann gildir. Gunndís birti afrit af tölvupóstinum sem FS sendi á þá íbúa sem munu þurfa að flytja vegna framkvæmdanna og bendir einnig á greinar úr leigusamningi FS sem hún segir ekki stemma við þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til. Stúdentum þykir illa úr garði gert! Félagsstofnun stúdenta, rekur nemendur á gaddinn með eins mánaðar fyrirvara //...Posted by Gunndís Eva Baldursdóttir on Thursday, January 28, 2021 Íbúar leita til lögfræðinga Gunndís er sjálf búsett á Vetrargörðum en hún mun ekki þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna. Íbúar Vetrargarða eru lang flestir foreldrar með börn og þykir henni mánuður allt of stuttur fyrirvari fyrir nokkurn sem þurfi að flytja af heimili sínu. „Íbúar eru mjög ósáttir og hafa einhverjir leitað til lögfræðinga. Það stendur líka til að hafa samband við Samtök leigjenda á Íslandi á morgun og ég veit að það hefur verið haft samband við leigjendalínu Orators og sjálfstæða lögfræðinga,“ segir Gunndís í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg gífurlegt sjokk, þetta eru stúdentar með lítil börn og eru bíllausir og það að FS ekki nóg með það veiti jafn lítinn fyrirvara og raun ber vitni þá eru þeir einnig að þvinga stúdenta í aðstæður sem henta þeim engan vegin,“ segir Gunndís. Hún segir þetta gífurlegt álag fyrir stúdenta, sem iðulega eru fjárhagslega verr staddir en hinn almenni borgari, og þá sérstaklega stúdenta sem eiga fjölskyldur. Margir þeirra þurfi að flytja annað hvort í enn stærra húsnæði vegna framkvæmdanna og þá borga hærri leigu eða í minna húsnæði sem henti þeirra fjölskyldu ekki. Greinar í leigusamningi FS sem snúa að riftun leigusamnings virðast ekki í samræmi við aðgerðir FS að sögn Gunndís.Facebook/Gunndís Framkvæmdirnar löngu tímabærar en aðferðin gölluð Stúdentarnir sem þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna fá þann valmöguleika samkvæmt tölvupósti FS að flytja aftur í sitt fyrra húsnæði eftir að framkvæmdum lýkur. Gunndís segir það óvíst hvenær framkvæmdum ljúki og það sé gífurlegt álag fyrir fjölskyldufólk. „Þetta er fólk sem er með börn á leikskóla FS á stúdentagörðum, með krakka í Melaskóla og eru kannski búnir að flytja börnin sín til í skóla þegar þeir fluttu á Stúdentagarða og munu mögulega þurfa að gera það núna aftur. Þetta er gífurlegur tilflutningur. Þetta er óboðlegt fólki,“ segir Gunndís. Hún segir framkvæmdirnar þó löngu tímabærar. Húsið sé ekki boðlegt, hún viti til þess að rakaskemmdir séu í einhverjum íbúðum, og íbúar fagni því að loks sé verið að laga húsnæðið. Það hefði þó mátt standa mun betur að málum. „Það hefði mátt láta vita af þessu þegar allir endurnýjuðu samningana sína í ágúst í fyrra. Þá hefði verið hægt að veita þessa tilkynningu því að það er ekki eins og þetta hafi verið einhver ákvörðun sem var tekin nýlega,“ segir Gunndís. „Ég veit að það hefðu margir ekki endurnýjað samningana sína hefðu þeir vitað af þessu eða hefðu allavega óskað fyrr eftir flutning,“ segir Gunndís. Þeir sem ekki þurfa að flytja fengu ekki allar upplýsingar Framkvæmdir á byggingunni hafa staðið yfir í nokkurn tíma og hefur orðið töluvert rask þar á. Fram kemur í pósti FS að reikna megi með að framkvæmdunum fylgi talsvert rask, hávaði, truflun á neysluvatni og hita. Nú verður ráðist í framkvæmdir á íbúðum virðist vera og þær gerðar upp og verður það gert í áföngum. Gunndís segir að allir íbúar Vetrargarða hafi í dag fengið tölvupóst með tilkynningu um framkvæmdirnar en aðeins þeir sem þurfi að flytja hafi fengið allar upplýsingar. „Tölvupósturinn til þeirra sem þurfa að flytja segir mjög skýrt að það verði töluvert ónæði af þessu, fólk geti misst hitann og vatnið og annað slíkt en þetta kemur ekki fram í tölvupósti sem ég fæ. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Gunndís. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Einhverjir munu fá boð í dýrari einingar og munu íbúar greiða uppsetta leigu í þeim íbúðum sem þau fá úthlutað. Ekki verður veittur leiguafsláttur vegna flutninga eða framkvæmda,“ segir í pósti sem FS sendi á íbúa Vetrargarða um klukkan fimm í dag. Gunndís Eva Baldursdóttir, sagnfræðinemi og meðlimur í stjórn Vöku – Hagsmunafélags stúdenta, segir það skjóta skökku við að stúdentar þurfi að greiða hærri leigu vegna tilflutnings á vegum Félagsstofnunar. Það fari á mis við leigusamning FS, þar sem fram kemur að leigusamningur sé bindandi fyrir báða aðila út þann tíma sem hann gildir. Gunndís birti afrit af tölvupóstinum sem FS sendi á þá íbúa sem munu þurfa að flytja vegna framkvæmdanna og bendir einnig á greinar úr leigusamningi FS sem hún segir ekki stemma við þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til. Stúdentum þykir illa úr garði gert! Félagsstofnun stúdenta, rekur nemendur á gaddinn með eins mánaðar fyrirvara //...Posted by Gunndís Eva Baldursdóttir on Thursday, January 28, 2021 Íbúar leita til lögfræðinga Gunndís er sjálf búsett á Vetrargörðum en hún mun ekki þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna. Íbúar Vetrargarða eru lang flestir foreldrar með börn og þykir henni mánuður allt of stuttur fyrirvari fyrir nokkurn sem þurfi að flytja af heimili sínu. „Íbúar eru mjög ósáttir og hafa einhverjir leitað til lögfræðinga. Það stendur líka til að hafa samband við Samtök leigjenda á Íslandi á morgun og ég veit að það hefur verið haft samband við leigjendalínu Orators og sjálfstæða lögfræðinga,“ segir Gunndís í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg gífurlegt sjokk, þetta eru stúdentar með lítil börn og eru bíllausir og það að FS ekki nóg með það veiti jafn lítinn fyrirvara og raun ber vitni þá eru þeir einnig að þvinga stúdenta í aðstæður sem henta þeim engan vegin,“ segir Gunndís. Hún segir þetta gífurlegt álag fyrir stúdenta, sem iðulega eru fjárhagslega verr staddir en hinn almenni borgari, og þá sérstaklega stúdenta sem eiga fjölskyldur. Margir þeirra þurfi að flytja annað hvort í enn stærra húsnæði vegna framkvæmdanna og þá borga hærri leigu eða í minna húsnæði sem henti þeirra fjölskyldu ekki. Greinar í leigusamningi FS sem snúa að riftun leigusamnings virðast ekki í samræmi við aðgerðir FS að sögn Gunndís.Facebook/Gunndís Framkvæmdirnar löngu tímabærar en aðferðin gölluð Stúdentarnir sem þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna fá þann valmöguleika samkvæmt tölvupósti FS að flytja aftur í sitt fyrra húsnæði eftir að framkvæmdum lýkur. Gunndís segir það óvíst hvenær framkvæmdum ljúki og það sé gífurlegt álag fyrir fjölskyldufólk. „Þetta er fólk sem er með börn á leikskóla FS á stúdentagörðum, með krakka í Melaskóla og eru kannski búnir að flytja börnin sín til í skóla þegar þeir fluttu á Stúdentagarða og munu mögulega þurfa að gera það núna aftur. Þetta er gífurlegur tilflutningur. Þetta er óboðlegt fólki,“ segir Gunndís. Hún segir framkvæmdirnar þó löngu tímabærar. Húsið sé ekki boðlegt, hún viti til þess að rakaskemmdir séu í einhverjum íbúðum, og íbúar fagni því að loks sé verið að laga húsnæðið. Það hefði þó mátt standa mun betur að málum. „Það hefði mátt láta vita af þessu þegar allir endurnýjuðu samningana sína í ágúst í fyrra. Þá hefði verið hægt að veita þessa tilkynningu því að það er ekki eins og þetta hafi verið einhver ákvörðun sem var tekin nýlega,“ segir Gunndís. „Ég veit að það hefðu margir ekki endurnýjað samningana sína hefðu þeir vitað af þessu eða hefðu allavega óskað fyrr eftir flutning,“ segir Gunndís. Þeir sem ekki þurfa að flytja fengu ekki allar upplýsingar Framkvæmdir á byggingunni hafa staðið yfir í nokkurn tíma og hefur orðið töluvert rask þar á. Fram kemur í pósti FS að reikna megi með að framkvæmdunum fylgi talsvert rask, hávaði, truflun á neysluvatni og hita. Nú verður ráðist í framkvæmdir á íbúðum virðist vera og þær gerðar upp og verður það gert í áföngum. Gunndís segir að allir íbúar Vetrargarða hafi í dag fengið tölvupóst með tilkynningu um framkvæmdirnar en aðeins þeir sem þurfi að flytja hafi fengið allar upplýsingar. „Tölvupósturinn til þeirra sem þurfa að flytja segir mjög skýrt að það verði töluvert ónæði af þessu, fólk geti misst hitann og vatnið og annað slíkt en þetta kemur ekki fram í tölvupósti sem ég fæ. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Gunndís.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira