Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 21:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári. Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári.
Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56