Vængbrotnir Svíar flugu í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 11:01 Svíar fagnar eftir stórsigurinn á Katörum í átta liða úrslitum HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna hafa Svíar leikið sérlega vel á HM í Egyptalandi og eru komnir í undanúrslit mótsins. Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár. HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár.
HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira