Vængbrotnir Svíar flugu í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 11:01 Svíar fagnar eftir stórsigurinn á Katörum í átta liða úrslitum HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna hafa Svíar leikið sérlega vel á HM í Egyptalandi og eru komnir í undanúrslit mótsins. Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár. HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár.
HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira