„Fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásgeir Örn, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar. segir að frammistaða íslenska liðsins í Egyptalandi hafi ekki verið alslæm og hægt sé að byggja ofan á hana. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður, atvinnumaður og nú sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Frakklandi og Noregi. „Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
„Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands
Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54