Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar fengu óvæntan stuðning úr stúkunni gegn Egyptum í gær. epa/Mohamed Abd El Ghany Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætluðu mótshaldarar að leyfa takmarkaðan fjölda áhorfenda á HM. Þeir féllu hins vegar frá þeim fyrirætlunum sínum skömmu fyrir mót eftir kröftug mótmæli, meðal annars frá leikmönnum. Ekki hefur þó alltaf verið farið eftir áhorfendabanninu. Eftir upphafsleik Egyptalands og Síle fjallaði Ekstra Bladet um að áhorfendur hefðu verið í höllinni. Svo virðist sem áhorfendabannið hafi líka verið virt að vettugi í gær þegar Egyptar og Slóvenar áttust við. BT í Danmörku fjallar um málið. „Þetta er eins og áhorfendaskandallinn á upphafsleik mótsins,“ segir Søren Paaske, blaðamaður BT. „Það verður áhugavert að heyra útskýringarnar á þessu. Mótshaldarar virðast enn og aftur í vandræðum.“ ( ) « », .#handballRussia #Egypt2021 pic.twitter.com/YkH4qLUpC8— (@rushandball) January 24, 2021 Flestir áhorfendur í höllinni í Kairó voru á bandi Egypta en Slóvenar fengu einnig stuðning úr stúkunni. Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur áður afsakað sig með því að fólkið í stúkunni á leikjum séu sjálfboðaliðar sem hjálpi til við framkvæmd mótsins. Með jafnteflinu gegn Slóveníu tryggði Egyptaland sér sæti í átta liða úrslitum HM. Þar mæta Egyptar heimsmeisturum Dana. HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætluðu mótshaldarar að leyfa takmarkaðan fjölda áhorfenda á HM. Þeir féllu hins vegar frá þeim fyrirætlunum sínum skömmu fyrir mót eftir kröftug mótmæli, meðal annars frá leikmönnum. Ekki hefur þó alltaf verið farið eftir áhorfendabanninu. Eftir upphafsleik Egyptalands og Síle fjallaði Ekstra Bladet um að áhorfendur hefðu verið í höllinni. Svo virðist sem áhorfendabannið hafi líka verið virt að vettugi í gær þegar Egyptar og Slóvenar áttust við. BT í Danmörku fjallar um málið. „Þetta er eins og áhorfendaskandallinn á upphafsleik mótsins,“ segir Søren Paaske, blaðamaður BT. „Það verður áhugavert að heyra útskýringarnar á þessu. Mótshaldarar virðast enn og aftur í vandræðum.“ ( ) « », .#handballRussia #Egypt2021 pic.twitter.com/YkH4qLUpC8— (@rushandball) January 24, 2021 Flestir áhorfendur í höllinni í Kairó voru á bandi Egypta en Slóvenar fengu einnig stuðning úr stúkunni. Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur áður afsakað sig með því að fólkið í stúkunni á leikjum séu sjálfboðaliðar sem hjálpi til við framkvæmd mótsins. Með jafnteflinu gegn Slóveníu tryggði Egyptaland sér sæti í átta liða úrslitum HM. Þar mæta Egyptar heimsmeisturum Dana.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira