Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 15:04 Flugmenn orrustuþota í Taívan standa í ströngu þesssa dagana. EPA Bandarískum herflota var í dag siglt inn í Suður-Kínahaf með því markmiðið að tryggja frjálsar ferðir þar um. Á sama tíma er mikil spenna á Taívansundi eftir að Kínverjar sendu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn á loftvarnasvæði eyríkisins í gær og í dag. Flotinn bandaríski er leiddur af flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Reuters fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem haft er eftir aðmírálnum Doug Verissimo að hann sé ánægður með að vera aftur í Suður-Kínahafi að „tryggja ferðafrelsi hafsins og hughreysta bandamenn og félaga“. Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu í dag að ríkið stæði við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af tilraunum Kínverja til að ógna nágrönnum þeirra í Taívan. Varnarmálaráðuneyti Taívan tilkynnti nýverið að átta sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn hefði verið flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins og með þeim fjórar orrustuþotur. Sextán herþotum til viðbótar hefði verið flogið um sama svæði í dag. Herþotur voru sendar til móts við kínversku þoturnar og loftvarnakerfi gangsett. Kínverjar hafa verið að auka þrýstingin á Taívan með því markmiði að fá ráðamenn eyríkisins til að staðfesta yfirráð Kína yfir Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Flotinn bandaríski er leiddur af flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Reuters fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem haft er eftir aðmírálnum Doug Verissimo að hann sé ánægður með að vera aftur í Suður-Kínahafi að „tryggja ferðafrelsi hafsins og hughreysta bandamenn og félaga“. Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu í dag að ríkið stæði við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af tilraunum Kínverja til að ógna nágrönnum þeirra í Taívan. Varnarmálaráðuneyti Taívan tilkynnti nýverið að átta sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn hefði verið flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins og með þeim fjórar orrustuþotur. Sextán herþotum til viðbótar hefði verið flogið um sama svæði í dag. Herþotur voru sendar til móts við kínversku þoturnar og loftvarnakerfi gangsett. Kínverjar hafa verið að auka þrýstingin á Taívan með því markmiði að fá ráðamenn eyríkisins til að staðfesta yfirráð Kína yfir Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira