Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. janúar 2021 10:32 Anna Þorsteinsdóttir er búsett í Danmörku ásamt tveimur börnum sínum. Vísir Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. Breska afbrigðið hefur dreift sér hratt um Evrópu, en það er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Ýmis lönd hafa gripið til hertra aðgerða vegna þessa og tóku ströngustu takmarkanir frá upphafi gildi í Osló og nærliggjandi sveitarfélögum í dag. Staðan er svipuð í Danmörku þar sem tilfellum hefur fjölgað hratt. „Í rauninni eru komnar nákvæmlega sömu ástæður núna [og í vor] nema þeir eru að reyna að halda leikskólunum opnum. Þeir vita það að um leið og leikskólarnir loka alveg þá stoppar eiginlega allt svolítið aftur,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Fimm manna samkomubann er í gildi og eru flestar verslanir lokaðar fyrir utan matvöruverslanir. Samkomubannið er í gildi til 7. febrúar og hún segist búast við því að það verði framlengt aftur. Þriðja sóttkvíin síðan í desember Anna býr á stúdentagörðum þar sem fjölmargir aðrir Íslendingar búa. Síðustu tvær vikurnar hafa komið upp smit hjá tveimur fjölskyldum og er hún sjálf í sinni þriðju sóttkví síðan um miðjan desember. Anna segir fréttirnar á föstudag hafa verið mikinn skell fyrir fjölskylduna.Aðsend „Hjá einni fjölskyldu voru allir fjölskyldumeðlimir mjög lasnir. Tveir bestu sonar míns hafa fengið smit á síðustu tveimur vikum. Þetta er þriðja sóttkvíin okkar frá því um miðjan desember,“ segir Anna, en þónokkur smit hafa komið upp á leikskólanum undanfarið. „Núna er ástandið þannig að breska veiran er að greinast svolítið ört hjá okkur. Því fylgja aðrar reglur. Fyrstu tvær [hafa verið] þannig að það er prófað á fjórða degi frá síðasta „kontakti“ við síðasta smit og svo máttu þau fara í leikskólann á fjórða degi, og svo aftur próf á sjötta degi. Þá er staðfestingin komin.“ Hún segir strangari reglur gilda ef grunur er um breska afbrigði veirunnar, sem dreifir sér hratt þessa dagana. „Við fengum rosalega mikinn skell í gær þegar í ljós komu þessar breytingar, af því við bjuggumst bara við því þegar við fengum fréttir af þessari þriðju sóttkví að við myndum vera heima í fjóra daga og svo á fimmta degi myndi barnið komast í leikskóla. Af því að breska afbrigðið var það sem greindist í þetta skiptið erum við komin í tveggja vikna sóttkví, og því fylgja þrjú próf.“ Fólk orðið mjög veikt Anna eyddi jólunum á Íslandi, sem hún segir hafa verið einhvers konar hápunkt þessarar bylgju í Danmörku. Þá hafi dagleg smit verið yfir þrjú þúsund en nú séu þau upp undir þúsund á dag. Kaupmannahöfn sé þó enn í hættu þar sem veiran virðist dreifa sér hratt. „Maður er að passa sig mjög mikið af því að það eru að greinast svona margir sem maður þekkir,“ segir Anna, sem reynir að fylgja öllum reglum eftir bestu getu. Hún segir upplýsingagjöfina hafa verið góða. Eftir að grunur vaknaði um breska afbrigðið fengu þau tilkynningu um að þau þyrftu að lúta strangari reglum næstu vikurnar. „Maður getur í rauninni ekkert tuðað yfir þeim. Þetta eru ekki reglur sem koma bara frá leikskólanum heldur eru þetta reglur sem eru yfir alla þegar þetta afbrigði greinist.“ Hún segir stöðuna erfiða, sérstaklega fyrir námsmenn, því grunnskólar eru enn lokaðir. Margir hafi því þurft að vera heima með börnin sín undanfarnar vikur, en sjálf á Anna eitt barn á grunnskólaaldri. Þá hefur hún áhyggjur af því að smitast sjálf þar sem margir hafi orðið mjög veikir í kringum hana. „Ég er náttúrulega frekar áhyggjufull, sérstaklega þar sem ég er ein með mín börn. Miðað við hvað fullorðna fólkið hérna er búið að verða mikið lasið, þá hræðist maður þetta svolítið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Breska afbrigðið hefur dreift sér hratt um Evrópu, en það er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Ýmis lönd hafa gripið til hertra aðgerða vegna þessa og tóku ströngustu takmarkanir frá upphafi gildi í Osló og nærliggjandi sveitarfélögum í dag. Staðan er svipuð í Danmörku þar sem tilfellum hefur fjölgað hratt. „Í rauninni eru komnar nákvæmlega sömu ástæður núna [og í vor] nema þeir eru að reyna að halda leikskólunum opnum. Þeir vita það að um leið og leikskólarnir loka alveg þá stoppar eiginlega allt svolítið aftur,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Fimm manna samkomubann er í gildi og eru flestar verslanir lokaðar fyrir utan matvöruverslanir. Samkomubannið er í gildi til 7. febrúar og hún segist búast við því að það verði framlengt aftur. Þriðja sóttkvíin síðan í desember Anna býr á stúdentagörðum þar sem fjölmargir aðrir Íslendingar búa. Síðustu tvær vikurnar hafa komið upp smit hjá tveimur fjölskyldum og er hún sjálf í sinni þriðju sóttkví síðan um miðjan desember. Anna segir fréttirnar á föstudag hafa verið mikinn skell fyrir fjölskylduna.Aðsend „Hjá einni fjölskyldu voru allir fjölskyldumeðlimir mjög lasnir. Tveir bestu sonar míns hafa fengið smit á síðustu tveimur vikum. Þetta er þriðja sóttkvíin okkar frá því um miðjan desember,“ segir Anna, en þónokkur smit hafa komið upp á leikskólanum undanfarið. „Núna er ástandið þannig að breska veiran er að greinast svolítið ört hjá okkur. Því fylgja aðrar reglur. Fyrstu tvær [hafa verið] þannig að það er prófað á fjórða degi frá síðasta „kontakti“ við síðasta smit og svo máttu þau fara í leikskólann á fjórða degi, og svo aftur próf á sjötta degi. Þá er staðfestingin komin.“ Hún segir strangari reglur gilda ef grunur er um breska afbrigði veirunnar, sem dreifir sér hratt þessa dagana. „Við fengum rosalega mikinn skell í gær þegar í ljós komu þessar breytingar, af því við bjuggumst bara við því þegar við fengum fréttir af þessari þriðju sóttkví að við myndum vera heima í fjóra daga og svo á fimmta degi myndi barnið komast í leikskóla. Af því að breska afbrigðið var það sem greindist í þetta skiptið erum við komin í tveggja vikna sóttkví, og því fylgja þrjú próf.“ Fólk orðið mjög veikt Anna eyddi jólunum á Íslandi, sem hún segir hafa verið einhvers konar hápunkt þessarar bylgju í Danmörku. Þá hafi dagleg smit verið yfir þrjú þúsund en nú séu þau upp undir þúsund á dag. Kaupmannahöfn sé þó enn í hættu þar sem veiran virðist dreifa sér hratt. „Maður er að passa sig mjög mikið af því að það eru að greinast svona margir sem maður þekkir,“ segir Anna, sem reynir að fylgja öllum reglum eftir bestu getu. Hún segir upplýsingagjöfina hafa verið góða. Eftir að grunur vaknaði um breska afbrigðið fengu þau tilkynningu um að þau þyrftu að lúta strangari reglum næstu vikurnar. „Maður getur í rauninni ekkert tuðað yfir þeim. Þetta eru ekki reglur sem koma bara frá leikskólanum heldur eru þetta reglur sem eru yfir alla þegar þetta afbrigði greinist.“ Hún segir stöðuna erfiða, sérstaklega fyrir námsmenn, því grunnskólar eru enn lokaðir. Margir hafi því þurft að vera heima með börnin sín undanfarnar vikur, en sjálf á Anna eitt barn á grunnskólaaldri. Þá hefur hún áhyggjur af því að smitast sjálf þar sem margir hafi orðið mjög veikir í kringum hana. „Ég er náttúrulega frekar áhyggjufull, sérstaklega þar sem ég er ein með mín börn. Miðað við hvað fullorðna fólkið hérna er búið að verða mikið lasið, þá hræðist maður þetta svolítið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02
Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27