Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 18:40 Óeirðalögregla beitti mikilli hörku í dag. Oleg Nikishin/Getty Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. Mótmælin til stuðnings Navalní fara fram á fjölmörgum stöðum í Rússlandi og hafa mótmælendur í 937 borgum verið handteknir samkvæmt Moscow Times. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Как задерживали Любовь Соболь.Прямая трансляция протестов: https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— Настоящее Время (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn sunnudag fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Yfirvöld í Rússlandi vöruðu við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Yulia, eiginkona Navalní, sagðist vera meðal þeirra sem voru handtekin í dag. Henni var síðar sleppt, en hún birti mynd af sér á Instagram frá lögreglubílnum. „Afsakið léleg gæði. Slæm lýsing í lögreglubílnum,“ skrifaði hún. View this post on Instagram A post shared by @yulia_navalnaya Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Mótmælin til stuðnings Navalní fara fram á fjölmörgum stöðum í Rússlandi og hafa mótmælendur í 937 borgum verið handteknir samkvæmt Moscow Times. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Как задерживали Любовь Соболь.Прямая трансляция протестов: https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— Настоящее Время (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn sunnudag fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Yfirvöld í Rússlandi vöruðu við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Yulia, eiginkona Navalní, sagðist vera meðal þeirra sem voru handtekin í dag. Henni var síðar sleppt, en hún birti mynd af sér á Instagram frá lögreglubílnum. „Afsakið léleg gæði. Slæm lýsing í lögreglubílnum,“ skrifaði hún. View this post on Instagram A post shared by @yulia_navalnaya
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57
Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42