Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 10:57 Mótmælandi handtekinn í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira