„Hjálpin er á leiðinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 23:30 Biden hélt ræðu og svaraði spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Alex Brando Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33
Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47