Alexander: Erfiðasta ákvörðun ferilsins Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 17:01 Alexander Petersson í leiknum við Portúgal, einum af fjórum leikjum sem hann lék á HM í Egyptalandi. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alexander Petersson hefur leikið við afar góðan orðstír með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en snýr nú aftur til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander. HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander.
HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26